Í nýrri skýrslu Intellecon er dregin upp sviðsmynd um möguleg áhrif þess ef almenn eftirspurn heldur áfram að aukast en lítil sem engin aukning verður í orkuframleiðslu.

Bent er á hvernig raforkuverð til heimila hefur þróast í öðrum löndum síðustu ár, til að mynda eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Áhrifin voru mismikil eftir löndum en þar spiluðu viðbrögð stjórnvalda og uppruni orkunnar hlutverk.Raforkuverð var aftur á móti lægst á Íslandi og hafði stríðið lítil sem engin áhrif.

Kæmi þó til þess að Íslendingar myndu upplifa orkuskort ætti, að óbreyttu, verð raforkunnar að hækka. Ef stjórnvöld myndu grípa inn í myndist hætta á að stjórnvöld neyðist til að skammta raforku um leið og framboðið verður takmarkað.

40 milljarða fórnarkostnaður

Í skýrslunni segir að orkuskortur hér á landi myndi aðallega endurspeglast í glötuðum tækifærum til verðmætasköpunar. Sé horft til hagnaðar fyrirtækja í raforkuframleiðslu sést að hagnaður á unnar GWst var að meðaltali 1,7 milljónir á ári frá 2012 til 2022.

Miðað við spár um raforkunotkun og áætlanir orkufyrirtækjanna um mögulegt framboð næstu ár má áætla að ófullnægð orkuþörf verði að meðaltali um 301 GWst á ári. Í heild nemi tapaður hagnaður fram til ársins 2035 ríflega 39 milljörðum króna.

Áhrifin munu þó sjást víðar en framlag greinarinnar til skatta og opinberra gjalda verður minna en ella, auk þess sem verðmætasköpun mun tapast þar sem ekki er orka til staðar. Því sé umrædd tala einungis algjört lágmark.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.