LOGOS opnaði skrif­stofu í Lundúnum árið 2006 og hafa fjöl­margir lög­menn stofunnar starfað þar í gegnum árin. Þrátt fyrir að rekstur stofunnar í London hafi gengið vel í fyrra hefur LOGOS á­kveðið að hætta með fasta starfstöð sína þar.

„Áður fyrr var verið að kalla okkur inn á fundi í Lundúnum í annarri hverri viku. Núna með Teams-væðingunni og annað þá eru boð­leiðirnar orðnar styttri. Það er auð­vitað lykil­at­riði fyrir okkur að halda á­fram að rækta sam­bandið við þær lög­manns­stofur sem við vinnum með úti í London,“ segir Bene­dikt Egill Árna­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi LOGOS,

LOGOS opnaði skrif­stofu í Lundúnum árið 2006 og hafa fjöl­margir lög­menn stofunnar starfað þar í gegnum árin. Þrátt fyrir að rekstur stofunnar í London hafi gengið vel í fyrra hefur LOGOS á­kveðið að hætta með fasta starfstöð sína þar.

„Áður fyrr var verið að kalla okkur inn á fundi í Lundúnum í annarri hverri viku. Núna með Teams-væðingunni og annað þá eru boð­leiðirnar orðnar styttri. Það er auð­vitað lykil­at­riði fyrir okkur að halda á­fram að rækta sam­bandið við þær lög­manns­stofur sem við vinnum með úti í London,“ segir Bene­dikt Egill Árna­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi LOGOS,

Hann segir LOGOS ekki vera með neina Ís­lendinga fast­ráðna í Lundúnum núna en starfs­menn hafa verið að fara tíma­bundið út.

Tugir starfs­manna hafa farið út og starfað um tíma í Lundúnum frá opnun skrif­stofunnar í Lundúnum en Bene­dikt úti­lokar ekki að starfs­menn muni halda því á­fram og unnið þá á vina­stofum LOGOS í borginni.

Bene­dikt segir að á­kvörðunin hafi verið tekin í kjöl­far stefnu­mótunar hjá stofunni.

„Við viljum skerpa fókus á það sem við erum best í, þ.e. að veita er­lendum og inn­lendum við­skipta­vinum okkar ráð­gjöf um ís­lensk lög, og hætta að vera sjálf með ráð­gjöf um ensk lög í gegnum enska lög­menn. En við munum á­fram geta tengt okkar við­skipta­vini við þá lög­menn í Eng­landi sem henta best hverju sinni. Það mun á­fram eiga við um ís­lensk fyrir­tæki í út­rás og er­lenda fjár­festa í leit að tæki­færum á Ís­landi. Það er ein­fald­lega ekki lengur sama þörf til staðar fyrir við­skipta­vini okkar að við séum með fasta starfs­stöð í London.“

Hagnaður af rekstri LOGOS lög­mann­stofu hátt í tvö­faldaðist á milli ára og nam 778 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi. Um sögu­lega af­komu er að ræða en LOGOS hefur um ára­tuga­skeið verið stærsta lög­manns­stofan á Ís­landi þegar kemur að markaðs­hlut­deild og veltu. Veltan jókst þó um hátt í milljarð milli áranna 2022 og 2023 og hefur því sér­staða LOGOS á ís­lenskum markaði aukist tölu­vert.

Hægt er að lesa við­tal Við­skipta­blaðsins við Bene­dikt Egil í heild sinni hér.