Xiaoqiong Hu, yfirmaður viðskiptaþróunar í Evrópu hjá kínverska fyrirtækinu Alipay, sem er hluti af fyrirtækjasamsteypu Alibaba, segir að 870 milljónir notenda greiðslulausnar fyrirtækisins í Asíu séu líklegri til að kaupa meira ef þeir geta greitt með snjallsímum á ferðum sínum. Notendur Alipay jafnan verið í yngri kantinum en Hu segir að það sé að breytast.
„Fyrsta kynslóðin af notendum Alipay, það er netkynslóðin sem er núna á milli 20 og 30 ára aldurs, eru þess vegna helstu notendur Alipay. En þar sem fyrirtækjasamsteypan býður nú upp á þjónustu í kringum allar helstu þarfir daglegs lífs, allt frá því að greiða reikninga frá veitufyrirtækjum, að kaupa bjór eða panta leigubíla og ýmislegt annað, þá hafa viðskiptavinir af öðrum kynslóðum einnig vanist því að nota þennan hugbúnað og því er hann að dreifa úr sér til annarra hópa,“ segir Hu, en þess utan er fjármálaarmur Alibaba, Ant Financials sem rekur Alipay, að færa út kvíarnar til fleiri landa Asíu.
„Ant Financial hefur verið að fjárfesta í öðrum staðbundnum greiðslulausnum í Asíu, þar með talið PayTM á Indlandi, KakaoPay í Suður-Kóreu, Ascend Money í Taílandi, Mynt á Filippseyjum, Emtek í Indónesíu og Touch ´n Go í Malasíu svo nokkur séu nefnd. Með þessum nýju samstarfsaðilum okkar höfum við nú samanlagt um 870 milljónir viðskiptavina.
Næsta skrefið hjá fyrirtækinu er að samtengja allar þessar greiðslugáttir í Asíu, þar sem notendum hefur verið að fjölga mjög hratt, svo notendur þeirra geti notið sömu þjónustu og upplifunar og notendur Alipay á meginlandi Kína njóta. Þess vegna erum við að einblína á það í Evrópu sem stendur að tengja verslanir við okkar kerfi en seinna eru engar lokaðar dyr fyrir því að bæta við álíka þjónustu í Evrópu og við bjóðum upp á í Asíu.“
Samþættingin gangi hratt fyrir sig
Hu segir að samþætting þessara mismunandi kerfa inn í greiðslukerfi Alipay ætti að ganga hratt fyrir sig og því ætti að vera nóg fyrir íslenska kaupmenn að setja upp greiðslukerfi Alipay til að geta þjónað ferðamönnum frá öllum þessum löndum mjög bráðlega. Hún segir þó ekki komið að því að Íslendingar eða aðrir Vesturlandabúar geti nýtt sér þjónustu fyrirtækisins.
„Það er ekki mögulegt sem stendur, vegna þess að við verðum að einbeita okkur að því að þjónusta viðskiptavini okkar í Asíu,“ segir Hu sem spurð var í kjölfarið hvort áætlanir væru um að færa út kvíarnar á sama hátt til Vesturlanda. „Þær eru alveg örugglega til. Eftir að Asíunotendurnir hafa verið tengdir inn í kerfi Alipay, þá er eflaust Evrópa og Bandaríkin næst.“
Einföld uppsetning
Uppsetning greiðslugáttar Alipay er að sögn Hu mjög einföld og hægt að gera hana á tvennan hátt. „Alipay notandi getur notað app í símanum sínum til að skanna svokallaðan QR kóða kaupmannsins til að ganga frá greiðslunni, eða öfugt, að verslunin noti skanna tengdan við sölukassann, eða jafnvel skönnunarmöguleika í símum eða spjaldtölvum til að skanna persónubundinn QR kóða viðskiptavinarins,“ segir Hu.
„QR kóðinn getur verið fyrirframákveðinn og bara hengdur upp einhvers staðar á spjaldi á áberandi stað í versluninni eða hann getur verið gagnvirkur á tækjum fyrirtækisins. Ef þetta er fastur kóði, sem gefinn er út af samstarfsaðilum okkar, líkt og ePassa hér á landi, þá skannar viðskiptavinurinn hann bara og slær inn upphæðina og þar með er hann tengdur kerfi Alipay til að ganga frá viðskiptunum.“
Hu er ekki tilbúin að segja okkur hvað þjónustan kostar enda sé það mismunandi á milli landa og jafnvel svæða innan Kína og fari eftir samstarfsfyrirtækjum Alipay á hverjum stað, sem hér á landi er finnska fyrirtækið ePassi. „Þeir ákveða lokaverðið til kaupmannanna, en þetta er svipað greiðslumódel og kaupmenn greiða fyrir notkun á kreditkortum, reglulegt millifærslugjald sem þeir greiða til að fá greiðsluna í gegnum Alipay. Ég myndi segja að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Hu.
„Kínverskir ferðamenn hér á landi geta síðan farið inn á staðbundna síðu þar sem þeir geta flett upp hverjir bjóða upp á viðskipti með Alipay, og séð hvað þeir eru að bjóða upp á áður en þeir mæta á staðinn, líkt og þeir geta í Kína. Jafnframt hafa þeir þar upplýsingar um afslátt og kostnað svo þannig geta þeir fengið helling af upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði, sem hjálpar þeim á ferðum sínum um heiminn og gerir þær auðveldari.“
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .
Xiaoqiong Hu, yfirmaður viðskiptaþróunar í Evrópu hjá kínverska fyrirtækinu Alipay, sem er hluti af fyrirtækjasamsteypu Alibaba, segir að 870 milljónir notenda greiðslulausnar fyrirtækisins í Asíu séu líklegri til að kaupa meira ef þeir geta greitt með snjallsímum á ferðum sínum. Notendur Alipay jafnan verið í yngri kantinum en Hu segir að það sé að breytast.
„Fyrsta kynslóðin af notendum Alipay, það er netkynslóðin sem er núna á milli 20 og 30 ára aldurs, eru þess vegna helstu notendur Alipay. En þar sem fyrirtækjasamsteypan býður nú upp á þjónustu í kringum allar helstu þarfir daglegs lífs, allt frá því að greiða reikninga frá veitufyrirtækjum, að kaupa bjór eða panta leigubíla og ýmislegt annað, þá hafa viðskiptavinir af öðrum kynslóðum einnig vanist því að nota þennan hugbúnað og því er hann að dreifa úr sér til annarra hópa,“ segir Hu, en þess utan er fjármálaarmur Alibaba, Ant Financials sem rekur Alipay, að færa út kvíarnar til fleiri landa Asíu.
„Ant Financial hefur verið að fjárfesta í öðrum staðbundnum greiðslulausnum í Asíu, þar með talið PayTM á Indlandi, KakaoPay í Suður-Kóreu, Ascend Money í Taílandi, Mynt á Filippseyjum, Emtek í Indónesíu og Touch ´n Go í Malasíu svo nokkur séu nefnd. Með þessum nýju samstarfsaðilum okkar höfum við nú samanlagt um 870 milljónir viðskiptavina.
Næsta skrefið hjá fyrirtækinu er að samtengja allar þessar greiðslugáttir í Asíu, þar sem notendum hefur verið að fjölga mjög hratt, svo notendur þeirra geti notið sömu þjónustu og upplifunar og notendur Alipay á meginlandi Kína njóta. Þess vegna erum við að einblína á það í Evrópu sem stendur að tengja verslanir við okkar kerfi en seinna eru engar lokaðar dyr fyrir því að bæta við álíka þjónustu í Evrópu og við bjóðum upp á í Asíu.“
Samþættingin gangi hratt fyrir sig
Hu segir að samþætting þessara mismunandi kerfa inn í greiðslukerfi Alipay ætti að ganga hratt fyrir sig og því ætti að vera nóg fyrir íslenska kaupmenn að setja upp greiðslukerfi Alipay til að geta þjónað ferðamönnum frá öllum þessum löndum mjög bráðlega. Hún segir þó ekki komið að því að Íslendingar eða aðrir Vesturlandabúar geti nýtt sér þjónustu fyrirtækisins.
„Það er ekki mögulegt sem stendur, vegna þess að við verðum að einbeita okkur að því að þjónusta viðskiptavini okkar í Asíu,“ segir Hu sem spurð var í kjölfarið hvort áætlanir væru um að færa út kvíarnar á sama hátt til Vesturlanda. „Þær eru alveg örugglega til. Eftir að Asíunotendurnir hafa verið tengdir inn í kerfi Alipay, þá er eflaust Evrópa og Bandaríkin næst.“
Einföld uppsetning
Uppsetning greiðslugáttar Alipay er að sögn Hu mjög einföld og hægt að gera hana á tvennan hátt. „Alipay notandi getur notað app í símanum sínum til að skanna svokallaðan QR kóða kaupmannsins til að ganga frá greiðslunni, eða öfugt, að verslunin noti skanna tengdan við sölukassann, eða jafnvel skönnunarmöguleika í símum eða spjaldtölvum til að skanna persónubundinn QR kóða viðskiptavinarins,“ segir Hu.
„QR kóðinn getur verið fyrirframákveðinn og bara hengdur upp einhvers staðar á spjaldi á áberandi stað í versluninni eða hann getur verið gagnvirkur á tækjum fyrirtækisins. Ef þetta er fastur kóði, sem gefinn er út af samstarfsaðilum okkar, líkt og ePassa hér á landi, þá skannar viðskiptavinurinn hann bara og slær inn upphæðina og þar með er hann tengdur kerfi Alipay til að ganga frá viðskiptunum.“
Hu er ekki tilbúin að segja okkur hvað þjónustan kostar enda sé það mismunandi á milli landa og jafnvel svæða innan Kína og fari eftir samstarfsfyrirtækjum Alipay á hverjum stað, sem hér á landi er finnska fyrirtækið ePassi. „Þeir ákveða lokaverðið til kaupmannanna, en þetta er svipað greiðslumódel og kaupmenn greiða fyrir notkun á kreditkortum, reglulegt millifærslugjald sem þeir greiða til að fá greiðsluna í gegnum Alipay. Ég myndi segja að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Hu.
„Kínverskir ferðamenn hér á landi geta síðan farið inn á staðbundna síðu þar sem þeir geta flett upp hverjir bjóða upp á viðskipti með Alipay, og séð hvað þeir eru að bjóða upp á áður en þeir mæta á staðinn, líkt og þeir geta í Kína. Jafnframt hafa þeir þar upplýsingar um afslátt og kostnað svo þannig geta þeir fengið helling af upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði, sem hjálpar þeim á ferðum sínum um heiminn og gerir þær auðveldari.“
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .