Í starfsþáttayfirliti í ársreikningi Sorpu má sjá að starfsemi félagsins er skipt í fjóra starfsþætti: Gufunes, Álfsnes, endurvinnslustöðvar og grenndargámar og Góði Hirðirinn.

Samkvæmt starfsþáttayfirlitinu skilaði starfsemin í Gufunes 182 milljóna króna hagnaði en starfsemin í Álfsnesi 92 milljóna tapi. Athygli vekur að endurvinnslustöðva og grenndargáma starfsemin, sem og Góði Hirðirinn, er upp á krónu rekin á núlli.

Þannig nema rekstrartekjur fyrrnefndrar starfsemi 2.043.725.697 krónum og kostnaður – sem eru laun og launatengd gjöld, rekstrarkostnaður, afskriftir og fjármagnsliðir – er nákvæmlega sá sami. Þá námu tekjur Góða Hirðisins 527.653.652 krónum og kostnaður var sá sami.

Nánar er fjallað um afkomu Sorpu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.