Meðalfermetraverð á 2 herbergja íbúð í fjölbýli á þessu ári hefur verið hæst í Garðabæ eða 771 þúsund krónur á fermetrann. Kópavogur kemur þar mjög skammt á eftir með 755 þúsund krónur og Seltjarnarnes með 754 þúsund. Fermetraverð er því einungis 2% lægra í Kópavogi en Garðabæ. Reykjavík kemur síðan með 710 þúsund.

Fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu er ráðandi þáttur

Fermetraverð eftir sveitarfélögum fer að töluverði leyti eftir þéttbýli og nálæg við höfuðborgarsvæðið. Þeim mun nær sem sveitarfélög eru höfuðborgarsvæðinu þeim mun hærra er verðið alla jafna. Af þeim svæðum sem liggja langt frá höfuðborginni sker Akureyrarbær sig verulega frá öðrum sveitarfélögum hvað verð varðar en verðið þar var um 526 þúsund sem er t.d. hærra en í Suðurnesjabæ (Sandgerði og Garður) og Grindavík svo dæmi séu tekin. Verðið á Akureyri er mun hærra en t.d. á Ísafjarðabæ þar sem það er 361 þúsund, Fjallabyggð (193 þúsund), Stykkishólmi (277 þús.), Skagafirði (404 þúsund).

Fjallað er um þróunina á íbúðamarkaði á undanförnum misserum og hvers sé að vænta í verðþróun á markaðnum í nýjustu útgáfu Viðskiptablaðsins. Greinina í heild má lesa hér.