Opnun á fyrstu verslunum Gina Tricot á Íslandi gekk með eindæmum vel en þúsundir manna létu sjá sig fyrstu dagana. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar sænska tískuvörumerkisins á Íslandi en þau eru einnig með umboðið fyrir Lindex á Íslandi.

Opnun á fyrstu verslunum Gina Tricot á Íslandi gekk með eindæmum vel en þúsundir manna létu sjá sig fyrstu dagana. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar sænska tískuvörumerkisins á Íslandi en þau eru einnig með umboðið fyrir Lindex á Íslandi.

„Við erum vön því þegar við gerum eitthvað svona, þá spyrjum við okkur auðvitað hvað næst? Það eru allir orðnir vanir því hérna í hópnum, við tökum okkur kannski einn dag en klárlega þá læðist það að manni. Þannig ég myndi klárlega segja að við erum ekkert hætt,“ segir Lóa.

„Núna erum við með fjögur börn og fjórtán búðir. Þannig við höfum nóg að gera fram að áramótum.“

Albert tekur undir það en hann segir eitt augljóst skref vera að fá stærri rými undir verslunina í Kringlunni og tryggja að upplifun viðskiptavina sé með sem allra bestum hætti. Þau taki síðan nýjum tækifærum á nýju ári með opnum örmum.

„Það er ýmislegt líka á persónulega sviðinu sem að maður má ekki vanmeta. En við erum alltaf með þessa spurningu: hvað næst? Þeirri spurningu verður aldrei fyllilega svarað, hún er bara stöðugt þarna fyrir framan okkur,“ segir Albert léttur í bragði.

Reiknað er með að átta þúsund manns hafi mætt í Kringluna við opnun Gina Tricot fyrir rúmri viku.

Á næstu dögum liggur þó fyrir að nýtt Lindex app verður sett í loftið og á meðal þess sem hjónin eru að skoða er að opna jafnvel verslanir í Grænlandi og Færeyjum, enda reynslan sem þau hafa hér á landi dýrmæt.

„Við erum með samninginn til þess að fara inn í þessi lönd með Lindex alla vega og hver veit nema litla systirin Gina fái að vera með. Þannig það eru fullt af verkefnum sem að bíða okkar sem við erum auðvitað þrælspennt fyrir en um leið þá erum við bara barmafull af þakklæti.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.