Aðspurður segir Jóhannes Þór ferðaþjónustuna að vissu leyti hafa náð vopnum sínum hratt að heimsfaraldri loknum en að öðru leyti ekki. „Eftirspurnin hefur aukist mjög hratt á ný og það er helst því að þakka að fólk var komið með gríðarmikla ferðaþörf. Þetta hefur stundum verið kölluð „hefndarferðamennska“, þar sem fólk er að hefna sín á þessu tímabili sem það þurfti að hanga heima hjá sér og mátti ekki ferðast. Við gerðum ráð fyrir að eftirspurnin yrði fljót að ná sér á strik og næði fljótt svipuðum hæðum og fyrir faraldurinn. Það hefur gerst og eftirspurnin hefur svo sem ekki bara rokið upp hér á landi heldur hefur hún einnig gert það í Evrópu og víðar. Þó er talið að hún hafi rokið enn hraðar upp hér en víðast annars staðar. Þetta gerði það að verkum að fyrirtækin voru fljót að hefja tekjuöflun á ný, sem er mjög jákvætt.“
Aftur á móti sé framboðshliðin, þ.e. fyrirtækin sjálf, enn að glíma við ýmis vandamál. „Að langstærstum hluta eru fyrirtækin í þessari grein lítil og þau þurftu mörg hver að skuldsetja sig töluvert í gegnum faraldurinn. Þau hafa hægt og bítandi verið að vinna sig út úr þeim vanda. Hátt vaxtastig, verðbólga, kostnaðarverðshækkanir og umbreytingar á skuldum fyrirtækjanna vegna vaxtastigsins hafa svo aukið á þennan vanda síðustu misseri.“
Aðspurður segir Jóhannes Þór ferðaþjónustuna að vissu leyti hafa náð vopnum sínum hratt að heimsfaraldri loknum en að öðru leyti ekki. „Eftirspurnin hefur aukist mjög hratt á ný og það er helst því að þakka að fólk var komið með gríðarmikla ferðaþörf. Þetta hefur stundum verið kölluð „hefndarferðamennska“, þar sem fólk er að hefna sín á þessu tímabili sem það þurfti að hanga heima hjá sér og mátti ekki ferðast. Við gerðum ráð fyrir að eftirspurnin yrði fljót að ná sér á strik og næði fljótt svipuðum hæðum og fyrir faraldurinn. Það hefur gerst og eftirspurnin hefur svo sem ekki bara rokið upp hér á landi heldur hefur hún einnig gert það í Evrópu og víðar. Þó er talið að hún hafi rokið enn hraðar upp hér en víðast annars staðar. Þetta gerði það að verkum að fyrirtækin voru fljót að hefja tekjuöflun á ný, sem er mjög jákvætt.“
Aftur á móti sé framboðshliðin, þ.e. fyrirtækin sjálf, enn að glíma við ýmis vandamál. „Að langstærstum hluta eru fyrirtækin í þessari grein lítil og þau þurftu mörg hver að skuldsetja sig töluvert í gegnum faraldurinn. Þau hafa hægt og bítandi verið að vinna sig út úr þeim vanda. Hátt vaxtastig, verðbólga, kostnaðarverðshækkanir og umbreytingar á skuldum fyrirtækjanna vegna vaxtastigsins hafa svo aukið á þennan vanda síðustu misseri.“
Þá hafi fyrirtækin einnig verið að glíma við starfsmannaskort. „Það er vandamál sem ferðaþjónustufyrirtæki um alla Evrópu eru einnig að glíma við. Það er mikil samkeppni um hæft starfsfólk á öllu EESsvæðinu og það vantar um milljón manns í störf í ferðaþjónustu á svæðinu. Á Íslandi er ástandið heldur skárra en víða annars staðar á EES-svæðinu þegar horft er til prósentuhlutfalls þeirra starfa sem eru laus og vantar fólk í. Helsti vandi íslenskrar ferðaþjónustu er að jafnvel þó það sé hægt að sækja starfsfólk er alls ekki gefið að það sé með hæfni eða reynslu úr greininni. Fyrirtækin þurfa því að verja miklu meiri orku, tíma og fjármagni í þjálfun. Það kemur óhjákvæmilega niður á gæðum í þjónustu greinarinnar. Það var mikið af starfsfólki sem yfirgaf atvinnugreinina eftir að faraldurinn skall á sem hefur ekki skilað sér til baka og að sama skapi mikið af nýju fólki komið í stað þess. Við höfum því tapað töluvert af hæfni og gæðum úr greininni frá því fyrir faraldur. Það mun taka tíma að vinna gæðin og hæfnina upp aftur. Þetta er eitt af því sem við höfum áhyggjur af, því þegar við erum með einn dýrasta áfangastað sem völ er á viljum við að gæðin séu í samræmi við verðmiðann sem við setjum á vöruna. Því skiptir máli að ná gæðunum hratt upp.“
Í ljósi þessa segir Jóhannes Þór mikilvægt að stjórnvöld viðurkenni að það þurfi að gefa ferðaþjónustunni lengri aðlögunartíma eftir heimsfaraldur og að frekar sé horft til leiða til að auka samkeppnishæfni greinarinnar í alþjóðlegu samhengi. „Stjórnvöld gætu t.d. lagt sitt af mörkum með því að liðka fyrir reglum sem snúa að því að sækja starfsfólk utan EESsvæðisins. Þá væri einnig hjálplegt ef komið yrði í veg fyrir það að skattheimta á greinina sé aukin með mjög skömmum fyrirvara, sem alltaf leiðir svo til þess að það er ekki ferðamaðurinn sem greiðir skattahækkunina heldur fyrirtækin sjálf. Það er mikilvægt að það sé horft til þessara þátta, auk fleiri, næstu 2-4 árin meðan ferðaþjónustan nær aftur jafnvægi.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.