Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum verða Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar í næsta mánuði. Skráning félagsins hefur legið í loftinu í um tvö ár. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stjórnendur og eigendur félagsins hafa metið það svo að nú sé rétti tímapunkturinn til að skrá félagið á aðalmarkað.

„Auðvitað hafði heimsfaraldurinn áhrif á okkur eins og alla aðra en okkur hefur tekist að ná vopnum okkar á nýjan leik og höfum náð fyrri styrk. Sökum þessa teljum við þennan tímapunkt hárréttan.“

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum verða Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar í næsta mánuði. Skráning félagsins hefur legið í loftinu í um tvö ár. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stjórnendur og eigendur félagsins hafa metið það svo að nú sé rétti tímapunkturinn til að skrá félagið á aðalmarkað.

„Auðvitað hafði heimsfaraldurinn áhrif á okkur eins og alla aðra en okkur hefur tekist að ná vopnum okkar á nýjan leik og höfum náð fyrri styrk. Sökum þessa teljum við þennan tímapunkt hárréttan.“

Náðu vopnum sínum eftir heimsfaraldur

Íslandshótel högnuðust um 498 milljónir króna í fyrra samanborið við 94 milljóna tap árið áður.

Rekstrartekjur hótelkeðjunnar jukust um 25% milli ára og námu 16,8 milljörðum króna. Rekstrargjöld félagsins námu 11,8 milljörðum sem er 16,5% aukning frá fyrra ári. Á árinu 2023 störfuðu 797 starfsmenn miðað við heilsársstörf. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) jókst úr 1,9 milljörðum í 3,3 milljarða króna á milli ára. Hrein fjármagnsgjöld námu 2,7 milljörðum í fyrra samanborið við 2,0 milljarða árið 2022.

Eignir Íslandshótela voru bókfærðar á 62,8 milljarða króna í árslok 2023, samanborið við 59 milljarða árið áður. Þar af voru fasteignir og lóðir 51,5 milljarðar. Eigið fé hótelfélagsins nam 22,8 milljörðum króna í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall félagsins jókst úr 35,0% í 36,3% á milli ára.

„Við erum mjög ánægð með þennan viðsnúning sem hefur orðið og teljum að félagið eigi enn töluvert inni. Við opnuðum til að mynda nýtt hótel, Hótel Reykjavík Saga, í Lækjargötu sumarið 2022. Þrátt fyrir að viðsnúningurinn hafi verið hraður veit ég að við eigum enn mikið inni á fleiri vígstöðvum,“ segir Davíð Torfi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.