OK varð til við samruna upplýsingatæknifélaganna Opinna kerfa og Premis í byrjun síðasta árs. Gunnar Zoëga, forstjóri OK, segir samrunann heilt yfir hafa gengið vel.

„Allir sem hafa gengið í gegnum samruna vita að það er heilmikil áskorun að sameina tvö félög í eitt. Ég hef sjálfur starfað hjá félögum sem hafa farið í gegnum samruna og þessi samruni er einn af þeim bestu sem ég hef upplifað. Helsta ástæðan fyrir því hve vel hefur tekist til við samruna Opinna kerfa og Premis er hve spennt starfsfólk beggja félaga var fyrir sameiningunni. Oft vill það gerast við samruna að starfsfólk annars eða jafnvel beggja félaganna er ekkert sérstaklega spennt fyrir tilhugsuninni um að renna saman við annað félag. Við vorum aftur á móti heppin með að starfsfólk beggja vegna var spennt fyrir að sameinast og mynda stærri og öflugri heild.“

OK varð til við samruna upplýsingatæknifélaganna Opinna kerfa og Premis í byrjun síðasta árs. Gunnar Zoëga, forstjóri OK, segir samrunann heilt yfir hafa gengið vel.

„Allir sem hafa gengið í gegnum samruna vita að það er heilmikil áskorun að sameina tvö félög í eitt. Ég hef sjálfur starfað hjá félögum sem hafa farið í gegnum samruna og þessi samruni er einn af þeim bestu sem ég hef upplifað. Helsta ástæðan fyrir því hve vel hefur tekist til við samruna Opinna kerfa og Premis er hve spennt starfsfólk beggja félaga var fyrir sameiningunni. Oft vill það gerast við samruna að starfsfólk annars eða jafnvel beggja félaganna er ekkert sérstaklega spennt fyrir tilhugsuninni um að renna saman við annað félag. Við vorum aftur á móti heppin með að starfsfólk beggja vegna var spennt fyrir að sameinast og mynda stærri og öflugri heild.“

Mikið púður hafi farið í að sameina ferla og innri kerfi. „Opin kerfi eru í sögulegu samhengi mjög sterkt félag en það var um langt skeið búið að fara fram og til baka með hvaða stefnu fyrirtækið skyldi taka. Það varð til þess að bókhaldskerfi, vefverslanakerfi, ferlar og annað sat á hakanum. Það þurfti því að fara í mikla vinnu á yfirstandandi ári við að uppfæra þessi kerfi.“

Í ljósi ofangreinds er Gunnar spenntur fyrir að fylgjast með fyrirtækinu vaxa og dafna til framtíðar. „Allt starfsfólk er meðvitað um hvert við stefnum, hvað við ætlum að gera og hvað við ætlum ekki að gera. Við ætlum okkur að vaxa með skynsamlegum og sjálfbærum hætti innan kjarnastarfseminnar sem við erum í. Hluti af því er að gera eins og við gerðum núna með kaupunum á upplýsingatæknihluta TRS, sem sagt að grípa tækifæri sem við komum auga á sem eru líkleg til að renna enn styrkari stoðum undir reksturinn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.