Á næstu dögum verður endan­legt til­boð John Bean Technologies (JBT) í allt hluta­fé Marels lagt fram, en stjórnir fé­laganna tveggja sam­þykktu helstu skil­mála í byrjun apríl. Síðast­liðið ár hjá Marel hefur vægast sagt verið við­burða­ríkt, en sam­hliða yfir­vofandi yfir­töku­til­boði og for­stjóra­skiptum hafa ytri að­stæður á markaði haft nei­kvæð á­hrif á af­komuna.

Árni Sigurðs­son, for­stjóri Marels, sér mikla sam­legð með JBT og Marel en seg ir stefnu fé­lagsins skýra, hvort sem hlut­hafar Marels sam­þykki til­boðið eða ekki. Hann sér mikil sóknar­færi fyrir Marel í Banda­ríkjunum, sem eru sí­fellt stækkandi markaður, en þrátt fyrir að af­koma Marels hafi verið undir væntingum síðast­liðið ár segir Árni vís­bendingar um við­snúning víða.

Á næstu dögum verður endan­legt til­boð John Bean Technologies (JBT) í allt hluta­fé Marels lagt fram, en stjórnir fé­laganna tveggja sam­þykktu helstu skil­mála í byrjun apríl. Síðast­liðið ár hjá Marel hefur vægast sagt verið við­burða­ríkt, en sam­hliða yfir­vofandi yfir­töku­til­boði og for­stjóra­skiptum hafa ytri að­stæður á markaði haft nei­kvæð á­hrif á af­komuna.

Árni Sigurðs­son, for­stjóri Marels, sér mikla sam­legð með JBT og Marel en seg ir stefnu fé­lagsins skýra, hvort sem hlut­hafar Marels sam­þykki til­boðið eða ekki. Hann sér mikil sóknar­færi fyrir Marel í Banda­ríkjunum, sem eru sí­fellt stækkandi markaður, en þrátt fyrir að af­koma Marels hafi verið undir væntingum síðast­liðið ár segir Árni vís­bendingar um við­snúning víða.

„Eins og við höfum séð síðustu misseri hefur ytra um­hverfið verið mjög krefjandi,“ segir Árni.

„Reynslu­boltar sem hafa verið lengi í bransanum, fyrir­tæki á borð Ty­son og Pil­grim’s Pride, hafa í rauninni ekki séð svona niður­sveiflu í öllum helstu heims­hlutum og eins að það gangi yfir allar tegundir prótína á sama tíma,“ segir Árni.

Marel skilaði 31 milljónar evra hagnaði eftir skatta í fyrra, eða sem nemur um 4,6 milljörðum króna á gengi dagsins. Til saman­burðar hagnaðist fé­lagið um 58,7 milljónir evra árið 2022, eða um 8,4 milljarða króna.

Fyrsti árs­fjórðungur var fé­laginu einnig þungur, en Marel tapaði 3,2 milljónum evra eða næstum hálfum milljarði, á fyrstu mánuðum ársins. Mun það vera tölu­verður við­snúningur á milli ára, en Marel hagnaðist um 1,4 milljarða á fyrsta árs­fjórðungi 2023.

„Það eru auð­vitað á­kveðnir þættir sem höfðu á­hrif á neyslu­venjur síðustu misseri. Í heims­far­aldrinum jókst sala í stór­mörkuðum til dæmis á kostnað veitinga­staða, sem hefur svo aftur náð jafn­vægi. Svo er það auð­vitað efna­hags­um­hverfið, þessi mikla verð­bólga sem fylgdi í kjöl­farið og hærri vextir eftir mjög lágt vaxta­um­hverfi í langan tíma og inn­rásin í Úkraínu hefur líka haft sitt að segja,“ segir Árni og bætir við að allt þetta hafi auð­vitað á­hrif á við­skipta­vini Marels og fjár­festingar­getu þeirra.

Hægt er að lesa lengri lengri útgáfu af þessari frétt í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun en þar fer Árni yfir yfirtökutilboð JBT og horfur fyrir Marel á komandi árum.

Áskrifendur geta lesið viðtalið hér.