Sam­kvæmt skráningar­lýsingu John Bean Technologies (JBT) í tengslum við yfir­töku­til­boð fé­lagsins í allt hluta­fé Marels segir að JBT telji að heildar­kostnaður við yfir­tökuna verði í kringum 1,9 milljarða evra, sem sam­svarar um 285 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins í dag.

JBT skilaði svo­kölluðu S-4 eyðu­blaði til verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna fyrir helgi þar sem er farið ítar­lega yfir fjár­mögnun yfir­töku­til­boðsins og skuld­setningu fé­laganna tveggja.

JBT mun fjár­magna kaupin með hand­bæru fé, lán­töku og skulda­bréfa­út­gáfu en ljóst er að sam­kvæmt skráningar­lýsingunni verður hið sam­einaða fé­lag Marels og JBT afar skuld­sett.

Sam­kvæmt skráningar­lýsingu John Bean Technologies (JBT) í tengslum við yfir­töku­til­boð fé­lagsins í allt hluta­fé Marels segir að JBT telji að heildar­kostnaður við yfir­tökuna verði í kringum 1,9 milljarða evra, sem sam­svarar um 285 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins í dag.

JBT skilaði svo­kölluðu S-4 eyðu­blaði til verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna fyrir helgi þar sem er farið ítar­lega yfir fjár­mögnun yfir­töku­til­boðsins og skuld­setningu fé­laganna tveggja.

JBT mun fjár­magna kaupin með hand­bæru fé, lán­töku og skulda­bréfa­út­gáfu en ljóst er að sam­kvæmt skráningar­lýsingunni verður hið sam­einaða fé­lag Marels og JBT afar skuld­sett.

Wells Far­go og Gold­man Sachs eru að að­stoða JBT við fjár­mögnun og hafa bankarnir tveir veitt JBT 1,3 milljarða evru lána­línu til að ganga frá kaupunum. Í yfir­liti yfir á­hættu­þætti sem hlut­hafar JBT og Marel eru beðnir um að hafa í huga í tengslum við kaupin er farið ítar­lega yfir skuld­setningu fé­laganna tveggja og sam­einaða fé­lagsins, verði yfirtakan samþykkt.

Ítar­legri greiningu á skuldum JBT, Marel og hins sam­einaða fé­lags ef það verður af yfir­tökunni er að finna í Við­skipta­blaðinu sem kom út í morgun. Á­skrif­endur geta lesið greininguna hér.