Söluhagnaður landsmanna af hlutabréfum var 57 milljarðar króna í fyrra og dróst aðeins saman frá fyrra ári þegar hann var 73 milljarðar. Söluhagnaður varð langmestur árið 2007 þegar hann fór upp í 147 milljarða króna en hann var einnig mjög mikill árin þar á undan. Á þessum árum var söluhagnaður af hlutabréfum um og yfir helmingurinn af öllum fjármagnstekjum heimila. Þrátt fyrir töluvert mikinn hagnað á síðustu tveimur árum var hagnaðurinn sem hlutfall af heildarfjármagnstekjum heimila nokkuð minni en fyrir hrun en hlutfallið var 38% árið 2021 og 25% í fyrra.

Nánar er fjallað um þróunina á hlutabréfamarkaði og söluhagnað af hlutabréfum í nýjasta Viðskiptablaðinu. Lesa má greinina í heild hér.