Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um rúmt 1% í meira en 830 milljón króna veltu sem var um helmingur allra við­skipa í Kaup­höllinni í dag. Dagslokagengi bankans var 15,15 krónur.

Gengi Kviku hefur nú hækkað um 8% síðast­liðinn mánuð en Kvika og Ís­lands­banki undir­rituðu samning um sölu TM trygginga í síðustu viku.

Endan­legt kaup­verð var 28,6 milljarðar króna líkt og kveðið var á um í til­boðinu og á­ætlar Ei­ríkur Magnús Jens­son fjár­mála­stjóri Kviku að um 14 milljarðar muni fara í að auka eigið fé banka­starf­seminnar.

Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um rúmt 1% í meira en 830 milljón króna veltu sem var um helmingur allra við­skipa í Kaup­höllinni í dag. Dagslokagengi bankans var 15,15 krónur.

Gengi Kviku hefur nú hækkað um 8% síðast­liðinn mánuð en Kvika og Ís­lands­banki undir­rituðu samning um sölu TM trygginga í síðustu viku.

Endan­legt kaup­verð var 28,6 milljarðar króna líkt og kveðið var á um í til­boðinu og á­ætlar Ei­ríkur Magnús Jens­son fjár­mála­stjóri Kviku að um 14 milljarðar muni fara í að auka eigið fé banka­starf­seminnar.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði einnig um rúm 1% í 216 milljón króna veltu og hefur gengi líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins nú hækkað um 5% síðast­liðinn mánuð.

Gengi Arion banka lækkaði mest er hluta­bréfa­veð bankans fór niður um 1,5% í 123 milljón króna við­skiptum en gengi bankans hefur lækkað um 10% á árinu.

Heildar­velta á markaði var um 2,1 milljarðar og hækkaði úr­vals­vísi­talan um 0,02%.