Veðhlutfall íslenskra heimila var 27% í lok síðasta árs og hefur það aldrei áður mælst lægra en þarna er átt við upphæð fasteignaláns sem hlutfall af virði fasteignar samkvæmt fasteignamati. Hlutfallið var allajafna nokkuð hærra fyrir en eftir hrun en á milli 1997-2004 lá það á bilinu 37-39%. Hlutfallið var hæst 2010 þegar það fór í 51% en þá fór það yfir 100% hjá ungu fólki sem hafði þá verið tiltölulega nýbúið að kaupa sér fasteign. Eigið fé þess hóps varð því neikvætt. Það hafði ekki áður gerst að eiginfjárstaða einstakra aldurshópa yrði neikvæð.

Veðhlutfall íslenskra heimila var 27% í lok síðasta árs og hefur það aldrei áður mælst lægra en þarna er átt við upphæð fasteignaláns sem hlutfall af virði fasteignar samkvæmt fasteignamati. Hlutfallið var allajafna nokkuð hærra fyrir en eftir hrun en á milli 1997-2004 lá það á bilinu 37-39%. Hlutfallið var hæst 2010 þegar það fór í 51% en þá fór það yfir 100% hjá ungu fólki sem hafði þá verið tiltölulega nýbúið að kaupa sér fasteign. Eigið fé þess hóps varð því neikvætt. Það hafði ekki áður gerst að eiginfjárstaða einstakra aldurshópa yrði neikvæð.

Veðhlutfall ungs fólks mun lægra í dag en fyrir hrun

Veðhlutfall hjá ungu fólki á bilinu 25-29 ára hefur verið mikið lægra á síðustu árum en t.d. á árunum fyrir hrun. Það er sterk vísbending um að eiginfjárframlag fyrstu kaupenda hafi verið mun hærra á síðustu árum en t.d. fyrir hrun. Í lok ársins 2022 var veðhlutfall þessa hóps 38% en fyrir hrun lá það á bilinu 70-87%. Þetta skýrist að hluta til af aukinni töku á óverðtryggðum lánum fremur en verðtryggðum eins og var fyrir hrun. Óverðtryggð lán kalla á hærri mánaðarlega greiðslubyrði og kallar því á meira eigin fé við kaup.

Fjallað er um þróunina á íbúðamarkaði á undanförnum misserum og hvers sé að vænta í verðþróun á markaðnum í nýjustu útgáfu Viðskiptablaðsins. Greinina í heild má lesa hér.