Í síðasta mánuði á fundi Þingvallanefndar var fyrsta mál á dagskrá hugmynd um veitingarekstur við Steindórsbústað á Þingvöllum. Bústaðurinn er staðsettur við Valhallarstíg en á þeim slóðum stóð Hótel Valhöll til margra ára áður en það brann árið 2009.

Þingvallanefnd hefur nú samþykkt að birta auglýsingu þar sem óskað er eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum um uppbyggingu og rekstur kaffi- og veitingahúss í húsinu.

Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir að það hafi oft verið rætt um að endurbyggja Valhöll en Íslendingar sem heimsækja Þingvelli segja oft að það vanti einhvern áfangastað eins og Valhöll.

„Þú gast alltaf farið og fengið þér kaffi eða pönnukökur þegar þú fórst með fjölskyldunni til að fagna tímamótum. Steindórsbústaðurinn er líka sögufrægur bústaður, hann er byggður árið 1929 og er einn af fáu bústöðunum sem er næst þinghelginni,“ segir Vilhjálmur en þar á hann við svæðið þar sem störf Alþingis fóru fram þegar þingið var háð á Þingvöllum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.