Hagur bílaverkstæða vænkaðist á síðasta ári samanborið við árið 2021. Samanlagður hagnaður bílaverkstæðanna á meðfylgjandi lista yfir stærstu bílaverkstæði landsins samkvæmt ÍSAT atvinnugreinaflokkun nam 124 milljónum króna.

Árið áður nam samanlagður hagnaður bílaverkstæðanna 47 milljónum króna. Snemma á síðasta ári voru allar sóttvarnartakmarkanir felldar á brott og má ætla að það hafi leitt til aukinnar bílaumferðar, enda sneru margir sem unnu fjarvinnu að heiman á meðan faraldri stóð aftur á skrifstofuna. Samhliða aukinni bílaumferð má gera ráð fyrir að bilanatíðni og tjónum hafi fjölgað.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu sem er komin út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.