Þær 10 læknastofur sem hér eru til umfjöllunar högnuðust sín á milli um 761 milljón króna á síðasta ári sem var 38% aukning milli ára, eða 27% á föstu verðlagi. Veltan nam tæpum 9,2 milljörðum króna og jókst um 17% að nafnvirði en 8% að raunvirði. Hvor stærð fyrir sig hefur vaxið nokkuð duglega á hverju ári síðan 2019.

Heildarhagnaðurinn hefur þannig meira en tvöfaldast að raunvirði en veltan vaxið um 43%. 5 af þessum 10 félögum var að finna á heildarlistanum í ár – sem hafði allt í allt að geyma rétt tæplega 900 stærstu fyrirtæki landsins – en aðeins tvö þeirra voru í topp 500.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.