Árið 2021 reyndist fasteignasölum gjöfult, eins og sjá má á veltuaukningu þeirra á milli ára. Miklaborg og Sentor (RE/MAX á Íslandi) eru stærstu fasteignasölur landsins, báðar með veltu upp á um 1,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem var að koma út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Miklaborg ber hins vegar af þegar litið er til afkomu, með 778 milljóna króna hagnað á síðasta ári. Þess ber þó að geta að rekstrarhagnaður fasteignasölunnar nam 420 milljónum. 568 milljóna króna afkoma af verðbréfaeign skilaði aftur á móti því að endanlegur hagnaður var mun meiri. Aðrar fasteignasölur veltu innan við einum milljarði króna en sú sem komst næst því var Lind fasteignasala með tæplega 900 milljóna króna veltu. Eignamiðlun kemur þar á eftir með rúmlega 600 milljarða veltu en aðrar fasteignasölur veltu undir hálfum milljarði króna í fyrra.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði