ENNEMM er stærsta auglýsingastofa á Íslandi en næst stærst er Hvíta húsið. Stærðin byggir á veltu félaganna en röðin er óbreytt milli ára.

Bókin 500 stærstu fyrirtæki landsins kom út á miðvikudag. Þar er að finna lista yfir stærstu fyrirtæki landsins byggt á ársreikningum þeirra vegna ársins 2022.

Arnar Gísli Hinriksson og Andri Már Kristinsson, stofnendur og eigendur Digido.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Verri afkoma

Afkoma auglýsingastofanna versnaði umtalsvert á árinu og veltan dróst lítillega saman.

Stofurnar högnuðust aðeins um 120 milljónir króna árið 2022 í samanburði við 350 milljóna króna hagnað árið áður.

Mestur hagnaður og mesta veltuaukningin meðal auglýsingastofa var hjá Digido ehf. Veltan tvöfaldaðist milli ára hjá félaginu. Næst mestur var hagnaðurinn hjá Hvíta húsinu.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.