Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað síðustu misseri. Fasteignasölur fundu fyrir þessu í fyrra eins og sjá má á veltutölum. Veltan dróst saman á milli ára hjá 11 af þeim 14 fasteignasölum, sem hér er fjallað um.

Undanfarin ár hefur Miklaborg verið stærsta fasteignasala landsins miðað við veltu en breyting varð á því á síðasta ári. Sentor (RE/MAX Ísland) tók fram úr Mikluborg. Tekjur Sentor námu 1.151 milljón króna í fyrra en Miklaborg var með 1.028 milljónir í tekjur.

Þessar tvær fasteignasölur eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að veltu enda þær einu sem eru með yfir milljarð króna í tekjur. Raunar eru 10 af 14 fasteignasölum með tekjur undir 500 milljónum.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.