Hallur Andrés Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM, er launahæstur á lista yfir laun auglýsingafólks. Launatekjur hans á síðasta ári námu 2,8 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Sveinn Líndal Jóhannsson sem starfar á sömu auglýsingastofu. Hann var með 2,4 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá AtonJL, með 2 milljónir króna á mánuði.

26 á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæsta auglýsingafólkið:

  1. Hallur Andrés Baldursson, stj.form. ENNEMM - 2,8 milljónir króna
  2. Sveinn Líndal Jóhannsson, tengill ENNEMM - 2,4 milljónir
  3. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi Aton.JL - 2 milljónir
  4. Hjörvar Harðarson, hönnunarstj. ENNEMM - 1,8 milljónir
  5. Björgvin Guðmundsson, almannatengill KOM - 1,7 milljónir
  6. Leifur B. Dagfinnsson, True North - 1,6 milljónir
  7. Jón Árnason, Hugmyndastj. ENNEMM - 1,5 milljónir
  8. Bragi Valdimar Skúlason, Brandenburg - 1,5 milljónir
  9. Hörður Harðarson, fv. samskipta- og markaðsstj. Sýn - 1,5 milljónir
  10. Hafsteinn Sv. Hafsteinsson, tengill ENNEMM - 1,4 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði