Árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar var með vinsælasta fréttaefni ársins á vb.is að vanda og raðar sér í drjúgan hluta toppsætanna á undirvef Frjálsrar verslunar sjálfrar.

Fyrsta tölublað tímaritsins í apríl – sem innihélt viðamikla umfjöllun um ríkustu Íslendingana – skipaði þó einnig stóran sess í toppsætunum þetta árið. Hér eru 6. til 10. mest lesna frétt Frjálsrar verslunar árið 2023.

6. Með næstum milljón meira en næsti söngvari á listanum

Sigríður Beinteinsdóttir – Sigga Beinteins eins og hún er jafnan kölluð – sat á toppi listans yfir 35 tekjuhæstu söngvara landsins í Tekjublaði ársins, sem byggði á útsvarsskyldum tekjum ársins í fyrra.

7. Launahæstu hjúkrunarfræðingar landsins

María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs á Hrafnistu, var launahæsti hjúkrunarfræðingurinn árið 2022 með 2,5 milljónir króna í mánaðarlaun.

8. Launahæsti Íslendingurinn

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi yfirmaður hjá Twitter, var tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Haraldur Ingi var með um 46 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári.

9. Ríkustu Íslendingarnir: Finnur og Steinunn umsvifamikil

Hjónin Finnur R. Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir eiga fjárfestingarfélagið Snæból sem var með 19,5 milljarða króna í eigið fé í lok síðasta árs. Þau voru talin meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

10. Ríkustu Íslendingarnir: „Hægri og vinstri“ hendur Björgólfs

Fjárfestarnir Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson, hafa verið nefndir „vinstri og hægri“ hendur Björgólfs Thors Björgólfssonar sem meðeigendur hjá fjárfestingafélaginu Novator. Þeir voru einnig meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt sömu úttekt.