Fyrir einu og hálfur ári, eða í maí í fyrra stóðu stýrivextir í 0,75% en þá hófst hækkunarferli og í dag standa vextirnir í 6% og hafa ekki verið hærri síðan árið 2010.

Þegar vextirnir voru lágir varð aðgengi að fjármagni greiðara og fjármagnið mjög ódýrt í sögulegu samhengi. Íbúðaverð hækkaði mikið á þessu tímabili. Hafa sumir skellt skuldinni á of brattar vaxtalækkanir Seðlabankans en aðrir hafa bent á íbúðaskort, að sveitarfélögin og þá sérstaklega Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hafi ekki staðið sig nægilega vel í íbúðauppbyggingu.

Þetta kemur fram í viðtali við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra í bók Frjálsrar verslunar 300 stærstu, en áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.

Spurður hvort Seðlabankinn beri einhverja sök á mikilli hækkun íbúðaverðs svarar Ásgeir: „Vitaskuld gerðu vaxtalækkanir okkar fólki auðveldara fyrir að kaupa húsnæði og þá sérstaklega að fara af leigumarkaði yfir á eignamarkað. Það leiddi til hækkunar fasteignaverðs. Við sjáum þetta á því að leiguverð lækkaði og fasteignaverð hækkaði eftir að við lækkuðum vexti."

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði