Rafverktakar hafa haft í nógu að snúast síðustu ár. Ekki er nóg með að koma þurfi upp hleðslustöð rafbíla, jafnvel tveimur, á hvert heimili og víða því til viðbótar fyrir orkuskiptin heldur var „allir vinna“ átakið sem í gildi hefur verið frá því stuttu eftir hrun í einni mynd eða annarri eflt til að bregðast við heimsfaraldrinum. Það ýtti enn frekar undir eftirspurn eftir þjónustu þeirra.

Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem kom nýlega út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Samanlögð velta þeirra 13 félaga sem hér eru tekin saman nam rétt um 9 milljörðum króna í fyrra og jókst um tíund milli ára. Af því skiluðu þau sín á milli 576 milljóna króna hagnaði, sem samsvarar 51% aukningu milli ára eða tæpum 200 milljónum, og öll voru þau með jákvæða afkomu í fyrra. Hjá 9 af 13 jukust tekjurnar milli ára og hagnaðurinn jókst hjá 8 þeirra.

Af einstökum félögum stendur Rafholt upp úr hvað veltu og hagnað varðar með hátt í 2,4 milljarða veltu og 271 milljónar króna hagnað. Báðar tölur hækkuðu einnig mest milli ára hjá Rafholti í krónum talið, veltan um yfir 300 milljónir og hagnaðurinn um tæpar 100.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði