Stærstu tannlæknastofur landsins juku allflestar tekjur sínar talsvert á milli áranna 2022 og 2021. Í fyrra námu tekjur tíu af stærstu tannlæknastofum landsins tæpum 3,9 milljörðum króna og jukust um 13% á milli ára, úr 3,4 milljörðum árið 2021.

Tannlæknastofan Hlýja stóð að baki um 30% tekna tíu stærstu tannlæknastofanna, og var stofan með rúmlega 1,1 milljarð í tekjur í fyrra.

Þá hagnaðist Hlýja um 62 milljónir króna í fyrra samanborið við 37 milljóna tap árið áður. Á eftir Hlýju kemur Tannlæknastofan Valhöll með tæplega 550 milljón króna veltu.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu sem kom út í morgun, 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.