Sigurður Bjarnason, skipstjóri hjá Loðnuvinnslunni, er launahæstur á lista yfir tekjur sjómanna og útgerðarmanna. Launatekjur hans á síðasta ári námu 6 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, sem var með 5,6 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, með 5,4 milljónir króna á mánuði.

Allir á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn:

  1. Sigurður Bjarnason, skipstj. Loðnuvinnsl. - 6 milljónir króna
  2. Bergur Einarsson, skipstj. Hoffelli SU - 5,6 milljónir
  3. Tómas Kárason, skipstj. Beiti NK - 5,4 milljónir
  4. Albert Sveinsson, skipstj. Víkingur AK - 5,1 milljón
  5. Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstj. á Jón Kjartans. SU 111 - 5,1 milljón
  6. Sturla Þórðarson, skipstj. Beiti, Nesk. - 4,9 milljónir
  7. Runólfur Runólfsson, skipstj. Bjarna Ólafssyni AK - 4,8 milljónir
  8. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstj. Fjarðabyggð - 4,7 milljónir
  9. Hálfdán Hálfdánarson, skipstj. Berki NK, Neskaupstað - 4,7 milljónir
  10. Hjörvar Hjálmarsson, skipstj. Berki Nesk. - 4,6 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði