Tónlist er listform sem allir geta tengt við. Hvort sem það er til að gleyma sér í dansi á góðu föstudagskvöldi, til að syrgja eða til að stytta sér stundir á ferðalagi.

Það eru margir spennandi tónleikar á döfinni. Þar á meðal eru tónleikar með Dean Lewis annars vegar og Friðriki Dór hins vegar.

Dean Lewis

Harpa - Silfurberg - 13. júní

Dean Lewis kemur alla leið frá Ástralíu til að halda tónleika í Hörpunni þann 13. júní. Hann hefur gert það gott úti í Ástralíu þar sem hann hefur margsinnum verið tilnefndur til tónlistarverðlauna sem og unnið. Lewis, sem er bæði söngvari og lagahöfundur, mun bjóða upp á notalega og skemmtilega popptónleika eins og honum einum er lagið.

Friðrik Dór

Háskólabíó -16. júní

Friðrik Dór mun halda tónleika föstudaginn 16.júní í Háskólabíói. Tónleikarnir munu innihalda mörg af hans gömlu og góðu lögum í bland við nýrra efni. 20 ára aldurstakmark er inn á tónleikana svo þeir eru tilvalin skemmtun fyrir vinahópinn til að koma saman eða barnlaus „datenight“.

Umfjöllun um fleiri spennandi tónleika má finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.